24.ársþingi TSÍ lokið

Helgi Þór Jónasson er áfram formaður Tennissamband Íslands

24.ársþingi TSÍ lauk síðastliðið þriðjudagskvöld um 20:00 sem fór fram í Íþróttamiðstöðinni Laugardal. Aðalstjórnin hélst óbreytt en það varð ein breyting á varastjórn.

Helgi Þór Jónasson var sjálfkjörinn nýr formaður Tennissambands Íslands.  Þrándur Arnþórsson og Bragi Leifur Hauksson voru sjálfkjörnir áfram í aðalstjórn til tveggja ára. Fyrir sitja í aðalstjórn Gunnar Þór Finnbjörnsson og Júlíana Jónsdóttir. Kosnir voru áfram í varastjórn Jónas Páll Björnsson, Jón Axel Jónsson og Raj K. Bonifacius. Skjöldur Vatnar Björnsson gaf ekki kost á sér áfram í varastjórn.