Úrslit í karla- og kvennaflokki á 3.Stórmóti TSÍ hefst kl 16 í dag

Vladmir Ristic keppir til úrslita í dag

Í dag kl 16 fara fram úrslitaleikir á 3. Stórmóti TSÍ í ITN styrkleikaflokki í karla- og kvennaflokki í Tennishöllinni Kópavogi.

Raj Kumar Bonifacius úr Tennisdeild Víkings og Vladirmir Ristic úr Tennisfélagi Kópavogs keppa til úrslita í karlaflokki. Í undanúrslitum keppti Raj Kumar á móti Ástmundi Kolbeinssyni úr Tennisfélagi Kópavogs og sigraði hann örugglega 6-0 og 6-0. Í hinum undanúrslitaleiknum mættust Vladimir og Magnús Gunnarsson úr Tennisfélagi Kópavogs. Vladimir sigraði Magnús í hörkuleik 4-6, 6-3 og 6-3. Magnús gaf leikinn um 3.sætið og lenti Ástmundur því í þriðja sæti.

Í kvennaflokki mætast Anna Soffia Grönholm úr Tennisfélagi Kópavogs og Hera Björk Brynjarsdóttir úr Tennisdeild Fjölnis.

Mini tennismótið hefst kl 14:30 í dag.

Í úrslitaleik tvíliða ITN Styrkleikaflokks kepptu Ástmundur Kolbeinsson og Vladmir Ristic á móti Önnu Soffiu Grönholm og Heru Björk Brynjarsdóttir. Ástmundur og Vladimir sigruðu 9-3.

Í 10 ára og yngri sigraði Brynjar Sanne Engilbertsson.

Í 12 ára og yngri stelpna sigraði Hekla Maria Jamila Oliver og í 12 ára og yngri strákar sigraði Róbert Sigurðsson.