Hera og Raj fögnuðu sigri á 3.stórmóti TSÍ

Hera Björk Brynjarsdóttir og Anna Soffia Grönholm

3.Stórmót TSÍ lauk í gær með úrslitaleikjum í kvenna- og karlaflokki í Tennishöllinni í Kópavogi. Raj Kumar Bonifacius úr Tennisdeild Víkings sigraði Vladimir Ristic úr Tennisfélagi Kópavogs 6-4 og 6-1 í karlaflokki. Í kvennaflokki mættust Hera Björk Brynjarsdóttir úr Tennisdeild Fjölnis og Anna Soffia Grönhölm úr Tennisfélagi Kópavogs. Leikurinn var jafn og spennandi og endaði með sigri Heru í þremur settum 4-6, 6-3 og 7-5.

Í mini tennis 12 ára og yngri strákar og stelpur sigraði Melkorka Ingibjörg Pálsdóttir.

Raj K. Bonifacius og Vladimir Ristic

Í mini tennis 10 ára og yngri strákar og stelpur sigraði Arna Sólrún Heimisdóttir.

 Nánari úrslit úr mótinu má sjá hér fyrir neðan: