Birkir og Hjördís Rósa sigruðu á meistaramótinu

Birkir og Hjördís Rósa sigruðu á meistaramótinu

Meistaramóti Íslands lauk í gær með úrslitaleikjum og leikjum um 3.sæti í karla- og kvennaflokki.

Birkir Gunnarsson úr Tennisfélagi Kópavogs sigraði Rafn Kumar Bonifacius úr Tennisdeild Víkings 6-3 og 6-2 í úrslitaleik karlaflokks. Í leik um 3.sætið
spiluðu Jón Axel Jónsson og Davíð Halldórsson báðir úr Tennisfélagið Kópavogs. Jón Axel hafði betur 6-4 og 6-2.

Í kvennaflokki sigraði Hjördís Rósa Guðmundsdóttir úr Badmintonfélagi Hafnafjarðar. Hún átti að mæta Irisi Staub úr Tennisfélagi Kópavogs en Iris þurfti að gefa leikinn vegna veikinda. Í þriðja sæti var Anna Soffia Grönholm úr Tennisfélagi Kópavogs en Hera Björk Brynjarsdóttir þurfti að gefa leikinn um þriðja sætið vegna veikinda.

Tv. Þrándur mótstjóri, Jón Axel (3.sæti), Rafn Kumar (2.sæti) og Birkir (1.sæti)

Uppskeruhátíðin hófst eftir úrslitaleikina og voru veitt verðlaun fyrir stigameistara TSÍ 2011, áskorendakeppnina 2011 og efnilegustu tennisspilara 2011, auk þess sem verðlaun voru veitt fyrir meistaramótið frá Ásbirni Ólafssyni heildsölu.

Stigameistarar TSÍ árið 2011
Birkir Gunnarsson – TFK
Hjördís Rósa Guðmundsdóttir – BH

Sigurvegari í Áskorendakeppni 2011
Birkir Gunnarsson – TFK

Efnilegustu tennisspilarar árið 2011
Efnilegasta tenniskonan – Anna Soffía Grönholm TFK
Efnilegasti tennismaðurinn – Rafn Kumar Bonifacius Víkingur.

Þetta er í fyrsta sinn sem Anna Soffia  er kjörin efnilegasta tenniskonan en í þriðja skiptið sem Rafn Kumar er kjörinn efnilegasti tennismaðurinn en hann var einnig kjörin árið 2005 og 2006. Kjör á efnilegustu tennisspilurum frá upphafi má sjá hér.

Tennissamband Íslands þakkar keppendum fyrir góðan tennis og skemmtilega og drengilega keppni.

Tennissamband Íslands þakkar Tennishöllinni og Ásbirni Ólafssyni heildsölu fyrir verðlaun í mótinu. Auk þess þakkar TSÍ dómurum og starfsmönnum Tennishallarinnnar fyrir frábært starf.