Birkir sigraði 5.Stórmót TSÍ

Birkir Gunnarsson sigraði bæði í einliða- og tvíliðaleik ITN styrkleikaflokki

5.Stórmóti TSÍ lauk 29.október síðastliðinn. Birkir Gunnarsson sigraði í ITN Styrkleikaflokki einliða en Rafn Kumar Bonifacius þurfti að gefa úrslitaleikinn. Í þriðja sæti var Vladimir Ristic sem sigraði Hinrik Helgason 6-2 6-4 í leiknum um þriðja sætið.

Í tvíliðaleik ITN Styrkleikaflokks sigruðu Jón Axel Jónsson og Birkir Gunnarsson. Þeir lögðu Hinrik Helgason og Rafn Kumar Bonifacius örugglega 6-0 og 6-0 í úrslitaleiknum.

Öll önnur úrslit úr mótinu má sjá hér.