5.Stórmót TSÍ 21.-24.október 2011

5.Stórmót TSÍ verður haldið 21.-24.október næstkomandi. Keppt verður í eftirfarandi flokkum:

  • Mini tennis fyrir þau yngstu (fædd árið 2001 eða seinna
  • Barnaflokkar 10 og 12 ára og yngri
  • ITN Styrkleikaflokkur einliðaleikur sem er opinn fyrir alla
  • ITN Styrkleikaflokkur tvíliðaleikur

Athugið að keppt er í ITN Styrkleikaflokki tvíliða helgina á eftir 28.-30. október.

Markmið styrkleikakerfisins er að allir byrja að keppa við jafnsterkan andstæðing og svo verður mótið erfiðara með hverri umferð. Allir nýir þátttakendur fá ITN númer miðað við mat mótstjórans og númerið svo uppfært eftir mótið.

Mótsgjald:
Einliðaleikur – 1.000 kr./mini tennis;  1.500 kr./fædd f. 1993 og yngri; 2.800 kr./aðra
Tvíliðaleikur – 1.000 kr./f. 1993 og yngri; 1.500 kr./aðra

Hægt er að greiða mótgjald fyrir fyrsta leik en ef það er ekki gert verður sendur greiðsluseðill fyrir mótgjaldinu og bætist þá við seðilgjald upp á 295 kr.

Síðasti skráningar og afskráningardagur fyrir mótið er 18.október, kl. 18.00

Verðlaunaafhending fer fram strax eftir úrslitaleik í ITN styrkleikaflokki einliða sem hefst mánudaginn 24.október kl. 16:00.

Mótskrá: Tilbúin 19.október á tennissamband.is

Mótstjórar:
Jónas Páll Björnsson s. 699-4130, netfang: jonas@tennishollin.is
Grímur Steinn Emilsson s.564-4030, netfang: grimurse@hotmail.com

Skráningu í mótið er lokið.