Karlalandslið Íslands er komið til Skopje í Makedóníu þar sem það keppir á Davis Cup í 3.deild Evrópuriðli. Þetta er í sextánda skiptið í röð sem Ísland keppir á Davis Cup eða allt frá árinu 1996.
Keppnin hefst á miðvikudaginn 11.maí og er leikið til laugardagsins 14.maí. Keppt er á leirvöllum utandyra.
Tólf þjóðir taka þátt auk Íslands og eru: Albanía, Andorra, Armenía, Georgía, Malta, Makedónía, Moldovía, Svartfjallaland, Noregur, San Marino og Tyrkland. Keppt er í fjórum þriggja liða riðlum og sigurvegarar í hverjum riðli keppa um hvaða tvær þjóðir fara upp í 2.deild.
Íslenska karlalandsliðið er þannig skipað í ár: Arnar Sigurðsson TFK, Andri Jónsson BH, Birkir Gunnarsson TFK og Jón Axel Jónsson UMFÁ.