Ísland endaði í 7-8.sæti á Davis Cup

Íslenska karlalandsliðið endaði í 7.-8. sæti á Davis Cup

Ísland lauk þátttöku á Davis Cup í gær með 1-2 ósigri gegn Armeníu um 5.-6. sætið.

Jón Axel Jónsson spilaði fyrsta einliðaleikinn á móti Daniil Proskura og tapaði 1-6 0-6.

Í öðrum einliðaleiknum spilaði Arnar Sigurðsson á móti Torgom Asatryan. Arnar átti góðan leik og sigraði 6-0 6-4.

Staðan því 1-1 eftir einliðaleikina og því ljóst að tvíliðaleikurinn myndi skera úr um sigurinn. Andri og Arnar spiluðu á móti Khachatur Khachatryan og Daniil Proskura. Ísland byrjaði betur og vann fyrsta settið 6-2 en þá tóku Armenar til sinna ráða og unnu næstu tvö sett 3-6 og 1-6 og þar með leikinn. Ísland endaði því í 7.-8. sæti af 12 þjóðum.

Lokaniðurstaða í deildinni er:
1-2.=Moldavía, Tyrkland , 3-4=Makedónía, Svartfjallaland, 5-6.=Noregur, Armenía, 7-8.= Andorra, Ísland, 9-10.=Georgía, San Marínó, 11-12.= Malta, Albanía

Moldavía og Tyrkland fara því upp í 2.deild á næsta ári en Ísland verður áfram í 3.deild.