Arnar og Birkir spila til úrslita á meistaramótinu

Birkir og Arnar spila til úrslita

Í dag var spilað til undanúrslita í meistarakeppninni í tennis.
kl. 10:30
Andri Jónsson BH – Birkir Gunnarsson TFK
Birkir vann eftir hörkuspennandi leik 6-7 6-2 og 6-2

Kl. 13:00
Arnar Sigurðsson TFK – Jón Axel Jónsson TFK
Arnar spilaði vel og vann af öryggi 6-0 og 6-0

Á morgun laugardaginn 8. janúar kl. 19:00 verða úrslitaleikir spilaðir um gull, silfur og brons verðlaun. Asics veitir vegleg verðlaun fyrir efstu þrjú sætin.
Um leið og úrslitaleikirnir fara fram verður haldin glæsileg uppskeruhátíð fyrir tennis á Íslandi í samvinnu við Veisluna (http://veislan.is/).

Meiri upplýsingar um uppskeruhátíðina hér (hægt að skrá sig):
http://www.facebook.com/event.php?eid=190115264336321&ref=notif&notif_t=event_wall