Uppfærður ITN – Styrkleikalisti TSÍ og aldurskipting

Arnar Sigurðsson er í efsta sæti á ITN - Styrkleikalista TSÍ

ITN – Styrkleikalisti TSÍ hefur verið uppfærður eftir Íslandsmótið utanhúss og má nálgast hér.

Ekki hefur orðið breyting á efstu fjórum leikmönnum á listanum þ.e. Arnar Sigurðsson er efstur, næstur kemur Raj K. Bonifacius, þriðji er Andri Jónsson og fjórði er Leifur Sigurðarson. Birkir Gunnarsson hoppaði upp um þrjú sæti á listanum og er nú í fimmta sæti en var í áttunda sæti fyrir Íslandsmótið utanhúss og fór þar með upp fyrir Magnús Gunnarsson, Davíð Halldórsson og Jón Axel Jónsson sem eru nú í sjötta, sjöunda og áttunda sæti á listanum.

Efsta konan á listanum er Iris Staub sem er í 13.sæti, í öðru sæti er Sandra Dís Kristjánsdóttir sem er í 20.sæti, í þriðja sæti er Soumia Islami í 28.sæti og í fjórða sæti er Rebekka Pétursdóttir í 31.sæti.

Nýbreytni hefur verið gerð á listanum þannig að nú er einnig hægt að skoða listann eftir aldursflokkum sem má nálgast hér.

Hægt er að lesa allt um ITN – Styrkleikalista TSÍ hér.

Næsta mót Tennissamband Íslands er 4.stórmót TSÍ sem verður haldið 23. – 25. október næstkomandi í Tennishöllinni í Kópavogi. Þá gefst öllum þátttakendum möguleiki á að hækka sig á listanum eins og á við um öll mót á vegum TSÍ.