Tennisdeild Fjölnis komin með tvo nýja glæsilega útivelli

Tennisdeild Fjölnis er komin með tvo nýja útivelli við Egilshöllina. Vellirnir eru með gervigrasi og voru teknir í notkun nú í sumar. Tennisdeild Fjölnis var áður með 2 löglega malbikaða útivelli og einn ólöglegan malbikaðan völl við íþróttamiðstöðina Dalhúsum. Þeir vellir hafa verið rifnir niður með tilkomu nýrra valla við Egilshöllina.

Hægt er að panta tíma og fá nánari upplýsingar hér.