TSÍ styrkir unga tennisspilara í sumar sem keppa á viðurkenndum mótum erlendis

Tennissamband Íslands hefur ákveðið að styrkja unga tennisspilara til að keppa á viðurkenndum mótum erlendis í sumar. Tennisspilarar yngri en 20 ára fá 10.000 kr styrk frá Tennissambandi Íslands fyrir hvert mót sem þeir keppa á vegum viðurkennds tennissambands sumarið 2010. Þó mun TSÍ að hámarki leggja út 150.000 kr þannig að ef sótt verður um fyrir fleiri en 15 mót þá mun styrkurinn deilast á fjölda móta og lækka sem því nemur.

Leikmenn munu þurfa að sýna fram á að keppt hafi verið erlendis á viðurkenndu móti áður en styrkurinn er greiddur út. Með þessu vonast TSÍ til þess að hvetja íslenska tennisspilara til að keppa erlendis á viðurkenndum mótum.