Kvennalandsliðið kemst ekki á Fed Cup vegna eldgossins

Kvennalandsliðið var tilbúið í slaginn

Íslenska kvennalandsliðið, sem var skipað Eirdísi Heiði Chen Ragnarsdóttur, Irisi Staub, Sigurlaugu Sigurðardóttur og Söndru Dís Kristjánsdóttur, þurfti að hætta við þáttöku á Fed Cup sem fara átti fram 21.-24. Apríl næstkomandi í Kaíró í Egyptalandi. Flugið sem íslenska liðið átti til Egyptalands hefur verið aflýst.

Tennissamband Íslands vonast til að finna annað verkefni fyrir kvennalandsliðið í sumar.