Ólympíuhreyfingin stendur fyrir áskorandakeppni sem nefnist The Best of us Challenge. Þar koma fram margir ólympíukappar sem leggja fyrir stutta þraut fyrir aðra til þess að takast á við og reyna að gera betur. Tenniskappinn frægi, Rafael Nadal, er þar með þraut þar sem taka á upp og halda á eins mörgum tennisboltum og hægt er á 30 sekúndum en hann gat haldið á 24 tennisboltum á 30 sekúndum. Þeir sem voru á árshátíð TSÍ í nóvember síðastliðnum kannast við þessa áskorun þar sem fjölmargir öttu kappi við þessa þraut en sjálfur formaður TSÍ Skjöldur Vatnar Björnsson sigraði þrautina með því að halda á 21 tennisboltum (skv. minni vefstjóra +/- 1 tennisbolti).
Þeir sem senda inn sínar tilraunir (teknar upp á video) geta unnið miða á Ólympíuleika ungmenna í Singapore í sumar.
TSÍ skorar á tennisfólk að prófa t.d. áskorun Rafael Nadal. Hægt er að nálgast upplýsingar um áskorendakeppnina hér.