Keppni í tvíliðaleik á 4.Stórmóti TSÍ verður haldin á laugardaginn

Vegna mikillar þátttöku í 4.Stórmóti TSÍ síðustu helgi féll keppni í tvíliðaleik niður.  Þess í stað verður keppt í tvíliðaleik næstkomandi laugardag 31.október frá kl 20:30 – 00:00. Þar sem tímasetning á keppni í tvíliðaleik breyttist þá þurfa keppendur að skrá sig aftur í mótið.

Síðasti skráningardagur (og afskráninga) er 30. október kl 18:00.

Mótskráin  verður tilbúin 31.október og hægt verður að nálgast hana á þessari síðu. Einnig er hægt að hringja í mótstjórann Jónas Pál Björnsson í síma 699-4130.

Þátttökgjald:
Tvíliðaleikur – 1.000 kr./fædd f. 1990; 2.000 kr./aðrir

Úrslit frá mótinu mjá sjá hér.