Category: Fréttir
ITF Level 1 þjálfaranámskeið haldið í fyrsta sinn á Íslandi
Tennissamband Íslands í samvinnu við alþjóða tennissambandið (ITF) kom af stað sínu fyrsta umfangsmikla þjálfaranámskeiði hér á landi sem viðurkennt er af ITF sem Level 1 CBI (coaching beginners & intermediate). Um er að ræða umfangsmikið 100 klst. námskeið sem skipt er í tvo hluta.
Skráning – Íslandsmót utanhúss 11.-17.ágúst
Íslandsmót utanhúss verður haldið 11.-17.ágúst næstkomandi. Meistaraflokkar spila á TFK völlum í Kópavogi, barna-, unglinga, og öðlingaflokkar spila á Þróttaravöllum í Laugardalnum. Read More …
Landsliðsmenn mættust í úrslitum á HEAD mótinu
Hinrik Helgason (TFK) og Raj K. Bonifacius (Víking) kepptu á móti hvor öðrum í úrslitaleik á HEAD mótinu í gær á Víkingsvöllum í Fossvogi. Þetta er í annað skiptið sem þeir mætast í sumar, en þeir mættust líka í undanúrslitaleik á Víkingmótinu 15.júní síðastliðinn en
5 leikja æfingamót 5.-9.ágúst
5 leikja æfingamót verður haldið á TFK völlum í Kópavogi 5.-9.ágúst. Tilgangur: Mótið er upphitunarmót fyrir Íslandsmótið í tennis sem haldið verður í vikunni á eftir og gefur leikmönnum tækifæri til að komast í gott keppnisform fyrir Íslandsmótið. Fyrirkomulag: Fyrirkomulagið er þannig að allir keppendur
Miðnæturmóti Víkings lokið
Hinu árlega miðnæturmóti Víkings lauk í gærkvöldi. Oscar Mauricio Uscategui sigraði miðnæturmótið. Oscar vann mótið með sex vinningsleikjum og einum tapleik. Í öðru sæti var Damjan Dagbjartsson og í þriðja sæti Anthony John Mills. Luxilon tennismótið hófst svo í dag á Víkingsvöllum í Fossvogi.
Dómaranámskeið TSÍ 16.-19.júní
Dómaranámskeiðið er fyrir alla fædd árið 2000 og fyrr sem áhuga hafa á að rifja upp tennisreglurnar og læra að dæma – bæði sem línudómari og/eða stóldómari. Bæði er um bóklega og verklega kennslu að ræða ásamt prófi (með hjálpargögnum) í lokin. Kennslan fer fram
Skólamót Garðabæjar í mini tennis 2014
Fyrsta skólamót Garðabæjar í mini tennis var haldið á vegum Tennisfélags Garðabæjar (TFG) og Tennishallarinnar sunnudaginn 1. júní sl. í Tennishöllinni í Kópavogi. Þátttaka var mjög góð og voru tennislið frá Hofsstaðaskóla, Sjálandsskóla, Alþjóðaskólanum og Flataskóla mætt til leiks. Leikar fóru þannig að lið Hofsstaðaskóla
Birkir tennisleikari ársins í miðaustur Ameríku
Birkir Gunnarsson, núverandi Íslandsmeistari, var að ljúka sínu fyrsta tímabili í amerísku NAIA háskóladeildinni um helgina. Hann spilaði fyrir Graceland University í Iowa og lék sem tennisleikari nr. 1 fyrir hönd skólans og lék því við bestu spilara hverju sinni. Birkir átti góðu gengi að
Ísland endaði í 11.-12.sæti á Davis Cup
Ísland lauk þátttöku sinni á Davis Cup í dag með 2-0 tapi gegn Armeníu og endaði þar með í 11.-12.sæti. Magnús Gunnarsson spilaði fyrsta leikinn á móti besta leikmanni Armeníu, Ashot Gevorgyan, og tapaði 6-0 og 6-0. Hinrik Helgason spilaði svo seinni einliðaleikinn á móti
3-0 tap Íslands gegn Svartfjallalandi í dag
Ísland spilaði seinni leik sinn í riðlinum á móti Svartfjallalandi á Davis Cup í dag og laut í lægra haldi 3-0. Í fyrsta leiknum spilaði Raj K. Bonifacius á móti leikmanni númer 2, Igor Saveljic. Raj tapaði leiknum 6-1 og 6-2. Í seinni einliðaleiknum spilaði
Tap gegn sterku liði Georgíu í dag
Ísland spilaði sinn fyrsta leik á Davis Cup í dag gegn Georgíu en laut í lægra haldi 3-0. Raj K. Bonifacius spilaði fyrsta leikinn á móti leikmanni númer fjögur hjá Georgíu hinum 16 ára Aleksandre Bakshi. Raj átti ágætis leik en tapaði 6-2 og 6-2.
Karlalandsliðið hefur keppni á morgun á Davis Cup
Karlalandsliðið er komið til Ungverjalands þar sem það keppir á Davis Cup í 3.deild Evrópuriðils en þetta er sjötta árið í röð sem Ísland keppir í þeim riðli. Þetta er nítjánda árið í röð sem Ísland keppir á Davis Cup sem hefur alltaf spilað annað