Lið Íslands: FED CUP 2017

Stjórn Tennissambands Íslands staðfestir hér með þátttakendur í eftirfarandi verkefni:

Verkefni: FED CUP 2017

Dagsetning: 9.-17. júní 2017

Staðsetning: Chisnau, Moldavía

Tennisspilarar: Hera Björk Brynjarsdóttir, Anna Soffía Grönholm, Sofia Sóley Jónasdóttir, Selma Dagmar Óskarsdóttir

Liðsstjóri: Hera Björk Brynjarsdóttir

Fararstjóri: Soumia Islami Georgsdóttir

 

Í viðhengi má finna reglur og leiðbeiningar vegna verkefna á vegum TSÍ:

Verkefni á vegum TSÍ 2016

Ný lög ÍSÍ um lyfjamál tóku gildi 1. janúar 2015. Lögin eru til samræmis við uppfærðar Alþjóða lyfjareglur sem tóku gildi á sama tíma.Íþróttamenn eða aðrir einstaklingar eru ábyrgir fyrir að vita hvað telst brot á lyfjareglum og vita hvaða efni og aðferðir eru á bannlistanum.

Tennisspilarar, farastjórar og þjálfarar sem taka þátt í verkefnum á vegum TSÍ hvort heldur er innanlands eða á alþjóðavettvangi, mega eiga von á að vera boðaðir í lyfjapróf hvar og hvenær sem er.

 

Stjórnin óskar þátttakendum góðrar ferðar og góðs gengis.

 

Fyrir hönd Tennissambands Íslands,

Jón-Axel Jónsson

Landsliðsþjálfari