Íslandsmótinu í tennis utanhúss lauk sunnudaginn 14. ágúst.
Þetta segir á vef RÚV:
Anna Soffía Grönholm varð í dag Íslandsmeistari kvenna í einliðaleik í tennis utanhúss, annað árið í röð. Anna segir að meiri samkeppni vanti í tennis hér á landi.
Úrslitaleikurinn í kvennaflokki fór fram í dag þremur dögum á eftir úrslitaleik karlanna en Rafn Kumar Bonifacius tryggði sér meistaratitilinn á fimmtudaginn.
Anna Soffía mætti Heru Björk Brynjarsdóttur sem varð Íslandsmeistari innahúss í vor, eftir sigur í hörkuleik gegn Önnu Soffíu sem átti því harma að hefna í dag.
Anna vann öruggan sigur í fyrsta setti 6-0 og í öðru setti stefndi einnig í öruggan sigur hennar. Anna komst í 5-2 í settinu en þá tók Hera rækilega við sér. Hún minnkaði muninn í 5-4.
En nær komst Hera ekki. Anna Soffía nældi í síðasta stigið og vann settið 6-4 og leikinn því 2-0. Anna Soffía er því íslandsmeistari einliðaleik kvenna utanhúss annað árið í röð.
Þú komst í 5-2 en óttaðistu eitthvað þegar henni tókst að minnka niður í 5-4?
„Já, það var svolítið stress. Hún vann náttúrulega innanhús Íslandsmeistaratitilinn í vor þannig ég var svolítið stressuð fyrir leikinn en þetta tókst. Hvernig er samkeppnin orðin í tennis, er hún ekki að aukast? Jú en samt ekkert mikið sko. Það eru ekkert of margir að spila sko. Þannig að þið vilduð fá fleiri? Já það væri náttúrulega frábært,“ sagði Anna Soffía.
Úrslit í flokkum má sjá hér að neðan.
Meistaraflokkur kvenna einliða
1. Anna Soffía Grönholm
2. Hera Björk Brynjarsdóttir
3. Selma Dagmar Óskarsdóttir
B-mót: Sara Lind Þorkelsdóttir
Meistaraflokkur karla einliða
1. Rafn Kumar Bonifacius
2. Birkir Gunnarsson
3. Raj K Bonifacius
B-mót: Guðjón Björn Ásgeirsson
Meistaraflokkur karla tvíliða
1. Rafn Kumar Bonifacius og Birkir Gunnarsson
2. Egill Sigurðsson og Samuel F Úlfsson
3. Ólafur Páll Einarsson og Daði Sveinsson
B-mót:
Meistaraflokkur kvenna tvíliða
Leikur um annað sætið verður spilaður í vikunni
1. Hera Björk Brynjarsdóttir og Anna Soffia Grönholm
2. Andrea Kolbeinsdóttir og Selma Dagmar Óskarsdóttir
2. Rán Christer og Hekla Maria Jamila Oliver
Meistaraflokkur tvenndarleikur
1. Birkir Gunnarsson og Hera Björk Brynjarsdóttir
2. Sigurjón Ágústsson og Hekla Maria Jamila Oliver
3. Anton Jihao Magnússon og Sara Lind Þorkelsdóttir
50 ára karlar einliða
1. Reynir Eyvindsson
2. Óskar Knudsen
3. Þrándur Arnþórsson
40 ára karlar einliða
1. Erik Figueras Torras
2. Oscar Mauricio Uscategui
3. Ólafur Helgi Jónsson
30 ára karlar einliða
1. Oscar Mauricio Uscategui
2. Ólafur Páll Einarsson
3. Ólafur Helgi Jónsson
B-mót: Daði Sveinsson
30 ára karlar tvíliða
Leikur um annað sætið verður spilaður í vikunni
1. Ólafur Páll Einarsson og Daði Sveinsson
2. Andres Jose Colodrero Lehmann og Erik Figueras Torras
2. Þrándur Arnþórsson og Reynir Eyvindsson
18 ára strákar einliða
1. Egill Sigurðsson
2. Einar Eiríksson
3. Björgvin Atli Júlíusson
B-mót: Brynjar S Engilbertsson
18 ára stelpur einliða
Leikur um þriðja sætið verður spilaður í vikunni
1. Anna Soffía Grönholm
2. Sara Lind Þorkelsdóttir
3. Selma Dagmar Óskarsdóttir
3. Hekla Maria Jamila Oliver
B-mót: Rán Christer
18 ára tvíliða
1. Hekla Maria Jamila Oliver og Rán Christer
2. Andrea Kolbeinsdóttir og Selma Dagmar Óskarsdóttir
3. Alex Orri Ingvarsson og Brynjar S. Engilbertsson
16 ára strákar einliða
1. Gunnar Eiríksson
2. Björgvin Atli Júlíusson
3. Tómas Andri Ólafsson
B-mót: Brynjar S Engilbertsson
16 ára stelpur einliða
1. Sara Lind Þorkelsdóttir
2. Hekla Maria Jamila Oliver
14 ára strákar einliða
1. Tómas Andri Ólafsson
2. Eliot Robertet
3. Brynjar S Engilbertsson
B-mót: Kjartan Örn Styrkársson
14 ára tvíliða
1. Eliot Robertet og Tómas Andri Ólafsson
2. Alex Orri Ingvarsson og Brynjar S. Engilbertsson
12 ára strákar einliða
1. Óðinn Atherton
2. Francis Anthony Péturss Fjeldsted
3. Valtýr Páll Stefánsson
10 ára börn einliða
1. Austin Ching Yu Ng
2. Andri Mateo Uscategui Oscarsson
3. Guðmundur Halldór Ingvarsson
4. Helga Grímsdóttir
Mini Tennis einliða
1. Andri Mateo Uscategui Oscarsson
2. Austin Ching Yu Ng
3. Helga Grímsdóttir
4. Tristan Estefan Pétursson Fjeldsted