Birkir Gunnarsson landsliðsmaður var útnefndur tennisleikari vikunnar í NAIA bandarísku tennisdeildarinnar nýverið. Útnefningin er gefin fyrir þann spilara sem þykir skara fram úr hverju sinni.
Birkir keppir fyrir háskólann Auburn Montgomery í Alabama þar sem hann stundar nám. Hann er á sínu þriðja ári að spila í háskóladeildinni í Bandaríkjunum en fyrsta árið spilaði hann fyrir Graceland University í Iowa. Vikuna sem Birkir hlaut nafnbótina spilaði hann á móti þremur mjög sterkum skólum í Flórída og vann alla sína einliðaleiki.
Birkir Gunnarsson landsliðsmaður var útnefndur tennisleikari vikunnar í NAIA bandarísku tennisdeildarinnar nýverið. Útnefningin er gefin fyrir þann spilara sem þykir skara fram úr hverju sinni. Birkir keppir fyrir háskólann Auburn University at Montgomery í Alabama þar sem hann stundar nám. Hann er á sínu þriðja ári að spila í háskóladeildinni í Bandaríkjunum en fyrsta árið spilaði hann fyrir Graceland University í Iowa. Vikuna sem Birkir hlaut nafnbótina spilaði hann á móti þremur mjög sterkum skólum í Flórída og vann alla sína einliðaleiki. Birkir hefur spilað 19 einliðaleiki á þessu tímabili og sigrað 17 þeirra, auk þess hefur hann spilað 20 tvíliðaleiki og sigrað í 15 þeirra. Skólinn er þessa stundina í öðru sæti í sínum hluta NAIA deildarinnar.
Hægt er að fylgjast með Birki og liðinu hans í háskóladeildinni hér.