Smáþjóðaleikarnir verða haldnir á Íslandi 1.-6.júní 2015. Hægt era ð lesa nánar um leikana og undirbúning vegna þeirra á heimasíðu leikanna www.iceland2015.is
Til að viðburður eins og Smáþjóðaleikar gangi snurðulaus fyrir sig þarf mikinn fjölda fólks í fjölbreytt verkefni. Skipulagsnefnd leikanna áætlar að rúmlega 1.000 sjálfboðaliða þurfi til að manna öll verkefni tengd leikunum. Unnið er að ítarlegri skipulagningu verkefna en stefnt er að hefja skráningu sjálfboðaliða í apríl 2014.
Ef þú hefur áhuga á að leggja þitt af mörkum á Smáþjóðaleikunum hvetjum við þig til að fylgjast með á heimasíðu Smáþjóðaleikanna 2015 þar sem allar upplýsingar um verkefnin verða kynnt áður en langt um líður.
Stjórn Tennissamband Íslands óskar eftir sjálfboðaliðum til að sinna ýmsum verkefnum tengdum tennis á Smáþjóðaleikunum 2015. Hægt er að skrá sig hér fyrir neðan:
Hægt er að sjá lista yfir skráða sjálfboðaliða hér.