Fed Cup hefst á morgun í Eistlandi. Tólf þjóðir taka þátt auk Íslands og eru: Armenía, Danmörk, Eistland, Grikkland , Írland , Kýpur, Moldavía, Madagaskar, Malta, Namibía og Noregur.
Keppt er í fjórum þriggja liða riðlum. Sigurvegarar í hverjum riðli keppa um hvaða tvær þjóðir fara upp í 2.deild sameinaðar deildar Evrópu og Afríku.
Dregið var í riðla í dag og lenti Ísland í riðli með Írlandi og Möltu. Ísland mætir Írlandi á morgun í fyrsta leik. Hægt er að fylgjast með viðureigninni hér.
Hægt er að fylgjast með gengi íslenska kvennalandsliðsinsí riðlakeppninni á Fed Cup hér og skemmtilega tölfræði um gengi íslenska liðsins í gegnum árin má nálgast hér.