
Hjördís Rósa (t.v.) og Anna Soffia (t.h.)
3.Stórmóti TSÍ lauk síðastliðinn mánudag með úrslitaleikjum í ITN styrkleikaflokkum karla- og kvennaflokki. Í kvennaflokki mættust í úrslitaleiknum núverandi Íslandsmeistari Hjördís Rósa Guðmundsdóttir úr Badmintonfélagi Hafnafjarðar og Anna Soffia Grönholm úr Tennisfélagi Kópavogs. Hjördís Rósa hafði betur og sigraði örugglega 6-2 og 6-0. Anna og Hjördís Rósa spiluðu jafnframt saman í tvíliðaleik og unnu ITN styrkleikaflokkinn.
Í karlaflokki mættust hinir þrautreyndur þjálfarar Milan Kosicky og Jón Axel Jónsson báðir í Tennisfélagi Kópgavogs í úrslitaleiknum. Milans sigraði 6-3 og 7-6(7-4) í spennandi og jöfnum leik. Jafnframt er þetta fyrsta stórmót TSÍ sem Milan sigrar.
Í 14 ára og yngri sigraði Anna Soffia Grönholm.
Í 12 ára og yngri sigraði Brynjar Sanne Engilbertsson
Í 10 ára og yngri sigraði Vanessa Heimisdóttir
Öll úrslit má sjá hér fyrir neðan:

Milan sigraði í fyrsta skipti Stórmót TSÍ
- ITN Styrkleikaflokkur einliða – main draw
- ITN Styrkleikaflokkur einliða – draw
- ITN Styrkleikaflokkur tvíliða
- 14 ára og yngri
- 12 ára og yngri
- 10 ára og yngri
- Mini tennis
Sigurvegarar í mini tennis f.v. Valtýr, Bryndís Rósa, Alex Orri og Rebekka Guðfinna

Sigurvegarar í 10 ára og yngri: Ásta María og Vanessa