Anna Soffía Grönholm, Anton Jihao Magnússon og Jón Axel Jónsson tennisþjálfari eru nú stödd í Antalya, Tyrklandi þar sem þau taka þátt í 14 ára og yngri þróunarmeistaramóti Evrópu tennissambandsins. Keppnin samanstendur af tveimur mótum, þar sem keppt er um hvert sæti í báðum mótunum. Stærri löndin fá að senda fjóra leikmenn (2 stelpur og 2 stráka) á meðan minni löndin fá einungis að senda tvo leikmenn. Keppt er bæði í einliða- og tvíliðaleik.
Fyrra mótinu lauk síðastliðinn sunnudag, og stóðu Íslendingarnir sig með prýði. Þeim tókst að knýja fram þrjá sigra og voru mjög óheppinn að sigra ekki fleiri leiki þar sem flestir leikirnir voru gríðarlega jafnir.
Eftirfarandi eru öll úrslit íslensku keppendanna:
ATH. Tölur í sviga bakvið nöfn keppenda er „ranking“ viðkomandi leikmanns í U14 flokk í Evrópu.
Anton J. Magnússon – Einliðaleikur
Tap vs. Dimitris, Aravis, Kýpur 5-7 6-3 6-3
Sigur vs. Jeremy Montanaro Gauci, Malta 6-0 6-0
Tap vs. Vladislav Melnic (200), Moldavía 6-1 6-1
Tap vs. Julius Adomavicius, Litháen 6-3 3-6 7-5
Sigur vs. Arman Muradyan (540) 6-1 6-0
Tvíliðaleikur með Mario Hoxa, Albanía
Tap vs. Lettland (seed 3) 6-1 6-0 Danilis Batmanovs (131) & Roberts Grinvalds (113)
Anna S. Grönholm – Einliðaleikur
Tap vs. Fidana Khalilzada (342), Azerbaijan 6-2 6-2
Tap vs. Rebeka Margareta Mertena (343), Lettland 6-0 6-0
Tap vs. Katrina Sammut (196), Malta 2-6 6-3 6-1
Tap vs. Anette Maelt (257), Eistland 7-5 6-4
Sigur vs. Bettina Booker, Malta 6-1 6-2
Tvíliðaleikur með Andjela Malovic (322), Svartfjallaland
Tap vs. Moldavia (seed 3) 6-1 6-2 Vlada Medvedcova(112) & Alexandra Zaicenco(216)
Anton endaði þar með í 23.sæti og Anna í því 31. Seinna mótið byrjar í dag þar sem Anton mun spila í fyrstu umferð gegn Hvíta Rússlandi og Anna gegn Armeníu.