Meistaramótinu lauk nú um helgina en á því keppa 8 stigahæstu karlar og 8 stigahæstu konur landsins samkvæmt stigalista TSÍ.
Í kvennaflokki sigraði Hjördís Rósa Guðmundsdóttir úr Badmintonfélagi Hafnafjarðar en þetta er annað árið í röð sem hún sigrar þetta mót. Í úrslitaleiknum sigraði hún Heru Björk Brynjarsdóttir úr Tennisdeild Fjölnis 6-4 og 6-1. Í þriðja sæti var Anna Soffia Grönholm úr Tennisfélagi Kópavogs en hún sigraði Sofiu Sóley Jónasdóttir 6-0 og 6-0.
Birkir Gunnarsson úr Tennisfélagi Kópavogs sigraði Raj K. Bonifacius úr Tennisdeild Víkings í þriggja setta hörkuleik 4-6,6-1 og 6-4 í úrslitaleik karlaflokks. Þetta er annað árið í röð sem Birkir sigrar á meistaramótinu. Í leik um 3.sætið spiluðu Rafn Kumar Bonifacius úr Tennisdeild Víkings og Vladimir Ristic úr Tennisfélagi Kópavogs. Rafn Kumar hafði betur 6-3 og 6-1.
Meistaramótið konur
1.sæti Hjördís Rósa Guðmundsdóttir – BH
2. sæti Hera Björk Brynjarsdóttir – Fjölnir
3.sæti Anna Soffia Grönholm – TFK
4.sæti Sofia Sóley Jónasdóttir – TFK
5.sæti Melkorka Ingibjörg Pálsdóttir – TFK
6.sæti Andrea Kolbeinsdóttir – TFK
Eftir er að keppa um 7.sætið í kvennaflokki.
Meistaramótið karlar
1.sæti Birkir Gunnarsson – TFK
2.sæti Raj K. Bonifacius – Víkingur
3.sæti Rafn Kumar Bonifacius – Víkingur
4.sæti Vladimir Ristic – TFK
Eftir er að keppa um 5.-8.sætið í karlaflokki.
Nánari úrslit má sjá hér fyrir neðan:
Undanúrslit:
Raj – Rafn 36-63-63
Birkir – Vladimir 60-60
Hjördís – Anna Soffia 75-61
Hera – Sofia Sóley 60-60
Keppni kvenna um 5-8 sæti:
Andrea – Selma 62-62
Melkorka – Hekla 62-64
Selma – Hekla 7. sæti
Melkorka – Andrea 64-62 5. sæti
Leikir um 3ja sæti:
Rafn – Vladimir 63-61 3ja sæti
Anna Soffia – Sofia Sóley 60-60 3ja sæti
Úrslitaleikir:
Birkir – Raj 46-61-64 Úrslit
Hjördís – Hera 64-61 Úrslit