Árshátíð TSÍ – Arnar og Hjördís Rósa kjörin tennismaður og tenniskona ársins

T.V. Helgi Þór Jónasson formaður, Hjördís Rósa Guðmundsdóttir tenniskonar ársins og Arnar Sigurðsson tennismaður ársins

Árshátíð Tennissamband Íslands fór fram síðastliðin laugardag og var haldin í Víkinni. Þetta er þriðja árið í röð sem árshátíð TSÍ er haldin og er hún orðin ein af föstum viðburðum tennisársins.

Dagskráin var fjölbreytt og skemmtileg að venju. Boðið var upp á þriggja rétta máltíð. Formaður TSÍ ávarpaði gesti og veitti viðurkenningar. Raj K. Bonifacius var með innleg í Dómarahorninu, spurningakeppni var á milli borða var í umsjón Bjarna spurningaspekúlants og skemmtanastjóra, Tito Puente óperusöngvari tók lagið , karókí og hljómsveitin Maggi, Raj og Íslandsmeistarinn (Bjarni) tóku nokkur vel valin lög.

Jónas fékk gullmerki TSÍ og stóð sig líka vel í karókí keppninni

Formaður TSÍ, Helgi Þór Jónasson, veitti Jónasi Páli Björnssyni framkvæmdastjóra Tennishallarinnar, stjórnar- og nefndarmanni TSÍ til margra ára, gullmerki TSÍ fyrir framlag sitt til tennisíþróttarinnar.

Arnar Sigurðsson úr Tennisfélagi Kópavogs var kjörin tennismaður ársins 2011. Þetta er í fimmtánda skipti sem Arnar hlýtur tilnefninguna og jafnoft hefur hann verið Íslandsmeistari utanhúss eða allt frá árinu 1997. Arnar var tvöfaldur Íslandsmeistari utanhúss á árinu í einliða- og tvíliðaleik.

Hjördís Rósa Guðmundsdóttir úr Badmintonfélagi Hafnafjarðar var kjörin tenniskona ársins. Þetta er í fyrsta skipti sem Hjördís Rósa hlýtur þessa tilnefningu enda er hún einungis 14 ára gömul og ljóst að mikið efni er hér á ferð. Hjördís Rósa náði þeim merka áfanga að vera fjórfaldur íslandsmeistari innanhúss og utanhúss í einliðaleik, þ.e. í U14, U16, U18 og meistaraflokki kvenna. Auk þess var hún Íslandsmeistari utanhúss í tvíliðaleik í U18 og tvöfaldur íslandsmeistari innanhúss í tvíliðaleik, þ.e. í U14 ára og meistaraflokki kvenna.

Hægt er að sjá yfirlit yfir alla sem hafa verið kjörin tennismaður og tenniskona ársins frá upphafi hér.