Í dag keppti íslenska liðið á móti Írlandi í hreinum úrslitaleik um hvaða land stæði uppi sem sigurvegari í riðli A. Írland er álitið sterkasta lið mótsins samkvæmt styrkleikalista ITF og því um mjög erfiða viðureign að ræða.
Hera Björk Brynjarsdóttir spilaði nr.2 einliðaleikinn fyrir hönd Íslands gegn Courtney Carragh frá Írlandi. Hún þurfti að lúta í lægra haldi 6-0 6-1 en átti þó fínar rispur.
Anna Soffía Grönholm spilaði nr.1 einliðaleikinn fyrir Ísland gegn Celine Simunyu sem er nr. 1446 á heimslistanum. Hún átti mjög góðan leik en tapaði þó 6-0 6-2 gegn þeirri írsku.
Anna Soffía Grönholm og Hera Björk Brynjarsdóttir spiluðu tvíliðaleikinn fyrir hönd Íslands gegn Kate Gardiner og Shauna Heffernan. Virkilega flottur tvíliðaleikur hjá stelpunum okkar og náðu þær að standa vel í þeim írsku en þurftu þó að lúta í lægra haldi 6-4 6-2. Hörkuleikur hjá Íslensku stelpunum.
Á morgun tekur við önnur erfið viðureign gegn Möltu í umspilinu. Malta er álitið þriðja sterkasta liðið á styrkleikalistanum í mótinu.
Áfram Ísland!!!!!!!!!!!