Tveimur tennismótum í mótaröð Tennisssambandsins lauk núna í víkunni á tennisvöllum Víkings í Fossvogi. Í byrjun vikunni var Stórmót Hafna- og Mjúkboltafélagsins og voru þeir Eliot B. Robertet (TFK) og Raj K. Bonifacius (Víking) sem mættust í úrslitaleik þar sem Raj vann 6-2, 6-2. Í þriðja sætis leik vann Laurent Jegu (HMR) á móti Ólafur Helgi Jónsson (Fjölnir) 6-7, 6-3, gefið vegna meiðsli.
Í barna-unglinga flokk U14 vann Andri Mateo Uscategui Oscarsson (Víking), í öðru sæti var Björn August Björnsson Schmitz (Fjölnir) og Daniel Thor Kristjánsson (HMR) var þriðja. Í U12 vann Andri Mateo, Óliver Jökull Rúnolfsson (TFK) í öðru sæti og Björn August í þriðja.
Í framhald var haldið Stórmót Víkings og kepptu Eva Díljá Arnþórsdóttir (Fjölnir) og Saule Zukauskaite (Fjölnir) í úrslitaleik kvennaflokks þar sem Eva Dilja vann 6-1, 6-2. Í karlaflokki voru þeir Ólafur Helgi og Raj sem léku til úrslita og vann Raj 6-2, 6-4. Í barna-unglinga flokk U14 vann Saule, í öðru sæti var Andri Mateo og í þriðja sæti Sigurður Andri Gröndal.