Garima N. Kalugade og Egill Sigurðsson hafa verið valin tennisleikarar ársins 2024 en bæði áttu frábært ár.
Garima, sem keppir fyrir Víking, vann allt sem hægt er að vinna hérlendis í meistaraflokki kvenna og stóð sig líka frábærlega í Evrópsku mótaröðinni í sínum aldursflokki.
Egill, sem einnig keppir fyrir Víking, vann tvo stærstu titlana innanlands, bæði Íslandsmeistaramótið innan- og utanhúss og var burðarafl karlalandsliðsins á Davis Cup í Albaníu sl sumar.
Bæði tvö eru fyrirmyndar keppnisfólk, bæði innan og utan vallar og stjórn TSÍ óskar þeim innilega til hamingju.