Egill Sigurðsson (Víkingur) og þrettán ára Emilía Eyva Thygesen (Víkingur) unnu Jóla-Bikarmeistaramót í meistaraflokk einliða í gær í Tennishöllin í Kópavogur.
Emilía Eyva sigraði Anna Soffía Grönholm (TFK) í úrslitaleik kvenna, 6-3, 6-1 á meðan Egill vann Raj K. Bonifacius (Víkingur), 6-3, 6-4.
Á lokahófinu var Egill einnig krýndur stigameistara TSÍ fyrir árið í karlaflokki og Garima N. Kalugade (Víkingur) fyrir kvennaflokk, og eru þau líka tennisfólk ársins af valinu TSÍ.
Samtals voru 129 keppendur á Jóla-Bikarmeistaramót TSÍ í tuttugu og fimm mismunandi keppnisgreinar. Yngsti keppandi mótsins var sex ára þátttakandi í mini tennis flokkurinn og sú elsta 65 ára í 50+ keppni.
Öll helstu úrslit frá mótinu má finna á heimasíðu keppnissiðunni TSÍ – https://ice.tournamentsoftware.com/sport/draws.aspx?id=7e7779d5-d0f9-4d82-bd52-5c599db719c1