Tap í fyrstu viðureign á BJK-Cup gegn feykisterku liði Finnlands

Íslenska Kvennalandsliðið er mætt til Chisinau í Moldóvu til að keppa á Billie Jean King Cup – Heimsmeistaramótinu í liðakeppni (Europe Group III).
Mótið verður haldið yfir dagana 17-23 júní.
Liðið samanstendur af eftirfarandi leikmönnum:

  1. Anna Soffía Grönholm
  2. Bryndís Rósa Armesto Nuevo
  3. Eygló Dís Ármannsdóttir
  4. Íva Jovisic
    Þjálfari: Jón Axel Jónsson

Eftirfarandi 11 þjóðir taka þátt:
Albanía, Armenía, Azerbaídsjan, Kýpur, Finnland, Ísland, Lúxemborg, Svartfjallaland, Írland, Moldavía og San Marínó.

Mótinu er skipt niður í 3 riðla þar sem öll liðin í hverjum riðli munu spila gegn hvort öðru í “round robin” kerfi sem leiðir svo í umspil gegn liðum annarra riðla. Kepptir eru tveir einliðaleikir og einn tvíliðaleikur í hverri viðureign best af þremur settum og með forskoti.

Íslenska liðið var dregið í gríðarlega sterkan A riðil ásamt Finnlandi og Moldóvu.

Fyrsti leikur Íslenska liðsins var gegn Finnlandi í gær á þjóðhátíðardegi okkar. Finnland er talið sigurstranglegasta liðið í keppninni og er efst á heimslistanum yfir þær 11 þjóðir sem eru í keppninni. Ísland átti því miður ekki mörg tækifæri gegn feykisterku liði Finna og tapaði 3-0 í viðureignum.

Bryndís Rósa Armesto Nuevo spilaði sinn fyrsta einliðaleik fyrir Íslands hönd á BJK-Cup gegn Lauru Hietaranta sem er númer 396 á WTA heimslistanum. Leikurinn tapaðist 6-0 6-1 en Bryndís átti þó fínar rispur inn á milli í sínum fyrsta einliðaleik gegn virkilega sterkum andstæðing.

Anna Soffía Grönholm spilaði nr.1 einliðaleikinn fyrir hönd Íslands gegn Anastasiu Kulikovu sem er númer 349 á WTA heimslistanum og tapaði 6-0 6-0. Alveg eins og í fyrsta leik Íslands þá áttum við ekki mikinn séns heldur í þessum leik þó svo Önnu hafi tekist að stríða henni á köflum og var óheppinn að fá ekki amk eina lotu.

Í tvíliðaleiknum spiluðu Anna og Bryndís saman gegn Kulikovu og Hietaranta þar sem þær þurftu að lúta í lægra haldi 6-1 6-0. Sama má segja um þann leik að þær hafi verið óheppnar að fá ekki fleirri lotur þar sem öll jöfnustigin töpuðust.

Á morgun (þriðjudaginn 18.júní) á Ísland leik gegn Moldóvu (heimaliðinu) kl.11:00 að staðartíma eða kl.9:00 á Íslenskum tíma.

Hægt er að fylgjast með á live stream á FNMT youtube rásinni. Velja þarf Center court á rásunum sem þar eru í boði. Það er einnig hægt að fylgjast með stöðu leikja á eftirfarandi slóð:

https://www.billiejeankingcup.com/en/draws–results?stage=FC-FLS&year=2024&region=W-FC-2024-FLSFinals

ÁFRAM ÍSLAND!!!!!!!!!