Þau Garima Nitinkumar Kalugade (Víking) og Raj K. Bonifacius (Víking) sigruðu í einliðaflokki kvenna og karla á stórmóti Hafna- og mjúkboltafélags Reykjavíkur í tennis á Víkingsvöllum um helgina.
Eygló Dís Ármannsdóttir ur Fjölnir var í öðru sæti og Riya Nitinkumar Kalugade (HMR) var í þriðja sæti í kvennaflokkurinn. Daniel Pozo (Fjölnir) fylgdi Raj eftir í öðru sætinu í karlaflokki eftir spennandi sem endaði 6-3, 5-7, 6-1. Ómar Páll Jónasson (TFK) endaði í þriðja sætinu eftir þriggja sett leik við Daniel. Stórmót HMR er fyrsta tennismót á mótaröð Tennissambandsins í sumar og hefst TSÍ 100 Stórmót Víkings í næstu viku.
Keppt var í þremur flokkum á mótið – Mini Tennis, U12 og ITN. Hægt að skoða öll úrslit hér – https://ice.tournamentsoftware.com/sport/alldraws.aspx?id=93BF5440-E6DC-4BE0-A564-3B1E2B0E94A7
Lokahóf mótsins verður haldið fimmtudaginn, 20. júní við tennisvellina Víkings kl. 18