Grunnskólamót Reykjavíkur í tennis kláraðist núna um helgina en mótið var haldið á tennisvöllum Víkings. Tæplega 40 krakkar frá tíu mismunandi Reykvískum grunnskólum tóku þátt í mótinu. Keppt var í samtals níu flokkum, bæði í einliða- og tvíliðaleik. Breiðagerðisskóli endaði sem sigurvegari keppninnar með 17 stig og sigraði í þremur flokkum. Í öðru sæti voru Landakotsskóli og Vogaskóli, jafnt með 9 stig og í þriðja sæti Hagaskóli með 8 stig. Að lokinni keppni var haldið lokahóf fyrir þátttakendur og aðstaðendur.
Hægt að skoða öll úrslit frá keppninni hér – https://ice.tournamentsoftware.com/sport/events.aspx?id=084efc89-1501-4f01-b115-98e807f5b3f2