Í samræmi við fjárhagsáætlun TSÍ, verður sambærilegri upphæð ráðstafað til einstaklinga vegna afreksverkefna á eigin vegum á árinu 2024 og gert var vegna ársins 2023. Heildarupphæð styrkja verður kr. 1.000.000.-
Athugið að styrkirnir eru eingöngu hugsaðir til að létta undir kostnaði vegna þátttöku í mótum erlendis.
Auglýst verður eftir umsóknum í lok árs og niðurstaða tilkynnt umsækjendum ársbyrjun 2025.