Íslandsmóti Innanhúss lauk í gær með spennandi úrslitaleikjum og verðlaunaafhendingu. Anna Soffía Grönholm, TFK, og Garima Kalugade, Víkingi, mættust í úrslitaleik í kvennaflokki en leikurinn fór 6-2, 6-3 fyrir Garimu sem varði þar með Íslandsmeistaratitilinn sinn. Egill Sigurðsson, Víkingur, og Rafn Kumar Bonifacius, HMR kepptu um fyrsta sætið í karlaflokki en Rafn þurfti að gefa leikinn eftir meiðsli í stöðunni 5-2 fyrir Rafni og Egill stóð því uppi sem sigurvegari. Um þriðja sæti í meistaraflokki kepptu þær Eygló Dís, Fjölnir, og Bryndís Rósa, Fjölnir, en leikurinn fór 6-3, 6-4 fyrir Bryndísi. Í karlaflokki kepptu Ómar Páll, TFK, og Daniel Pozo, Fjölnir, um þriðja sætið en Ómar tók sigurinn í leik sem fór 6-4, 6-2.
Um 100 einstaklingar tóku þátt í mótinu en keppt var í 25 flokkum. Hér má sjá helstu úrslit!
Við þökkum öllum fyrir þátttökuna!