Dagskrá Tennisþings þann 16. mars 2024

Dagskrá tennisþingsins verður með hefðbundnu sniði. Engar tillögur hafa borist um laga- eða reglubreytingar.

Störf tennisþings eru:

  1. Þingsetning.
  2. Kosið fast starfsfólk þingsins.
  3. Kosnar fastar nefndir: Kjörbréfanefnd. Fjárhagsnefnd. Laga- og leikreglnanefnd. Allsherjarnefnd. Kjörnefnd. Nefndir þessar eru skipaðar þremur einstaklingum hver.
  4. Fráfarandi stjórn gefur skýrslu sína og leggur fram fundargerð síðasta ársþings.
  5. Formaður leggur fram endurskoðaða reikninga sambandsins til samþykktar.
  6. Stjórnin leggur fram fjárhagsáætlun fyrir næsta ár.
  7. Stjórn leggur fram til umræðu tillögu um stefnumótun TSÍ 2024-2030
  8. Teknar til umræðu aðrar tillögur og önnur mál sem borist hafa til stjórnarinnar.

    Eftirfarandi óskir um umræðu hafa borist:

    1. Mótahald. Málshefjandi er Fjölnir.
    2. Menntun þjálfara. Málshefjandi er Fjölnir.
    3. Afreksþjálfun. Málshefjandi er Fjölnir.
    4. Jafnrétti kynja. Málshefjandi er Fjölnir.
    5. Samskipti. Málshefjandi er Fjölnir.
  9. Nefndarálit og tillögur og atkvæðagreiðsla um þær.
  10. Ákveðið gjald ævifélaga.
  11. Önnur mál.
  12. Kosning formanns, tveggja stjórnarmanna, varastjórnar, skoðunarmanna reikninga og fulltrúa á íþróttaþing.
  13. Þingfundargerðir lesnar og staðfestar.
  14. Þingslit.

Vísað er í lög TSÍ varðandi framkvæmd kosninga og allar aðrar reglur sem gilda um starf tennisþings.

Lög TSÍ

Sjáumst klukkan 13:00 laugardaginn 16. mars 2024 í fundarsal Fjölnis í Egilshöll og vonandi mæta sem flestir á árshátíð sambandsins um kvöldið.