Það var stór dagur hjá Tennissambandi Íslands laugardaginn 16. mars 2024. Dagurinn hófst á Ársþingi TSÍ og lauk síðan á árshátíð.
Ársþingið var haldið klukkan 13 í sal Fjölnis í Egilshöll. Þangað söfnuðust saman nokkrir helstu fulltrúar aðildafélaga tennissambandsins og Hafsteinn Pálsson var þingstjóri.
Magnús Ragnarsson, starfandi formaður, gaf kost á sér aftur og var sjálfkjörinn þar sem ekkert mótframboð barst. Tvö voru kosin í stjórn til tveggja ára að þessu sinni: Gunnar Finnbjörnsson og Kristín Dana Husted sem kemur ný inn í stjórn. Þrjú voru kjörin í varastjórn; Andri Jónsson, Diana Ivancheva og Reynir Eyvindsson. Á síðasta ársþingi TSÍ voru tvö kjörin í stjórn til tveggja ára; Raj Bonifacius og Soumia (Mia) Georgsdóttir.
Fundargerð ársþingsins verður birt von bráðar!