Árshátíð TSÍ var haldin hátíðleg laugardaginn 16. mars í fullu húsi á Fjallkonunni. Hátt í 60 manns mættu á árshátíðina en þótti sambandinu mikilvægt að koma hópnum saman og eiga glaða stund. Á árshátíðinni var boðið upp á þriggja rétta matseðill og hélt Bjarni Jóhann uppi stemningunni með skemmtilegri spurningakeppni og enn betra söngatriði.
Spennandi vinningar voru í boði fyrir sigurvegara spurningakeppninnar og þökkum við Tennishöllinni, Víkingi, Viðmót Sport, Nútrí, Kjólaleigu og Splurggen fyrir framlög þeirra og auðvitað Fjallkonunni fyrir góða þjónustu!
Við þökkum öllum kærlega fyrir komuna og hlökkum til að endurtaka leikinn að ári!