Vania King, frá Bandaríkjunum kom í heimsókn á landsliðsæfingu hjá okkur. Hún var í fríi að ferðast um Ísland og kíkti við hjá okkur bæði í síðustu viku og aftur í gær.
Hún vann bæði Wimbledon og US open í tvíliðaleik árið 2010 og var hæst rönkuð nr. 3 í heiminum í tvíliða og 50 í einliðaleik.
Vania ákvað að hætta að spila tennis, en fyrir þremur vikum var hún nr. 60 í heiminum í einliðaleik. Fyrsta ferðin eftir að hún hætti var að heimsækja Ísland, ferðast um og kíkja á landsliðsæfingu hjá stelpunum okkar 🙂
Vania gaf stelpunum góð ráð og tók góðan hitting með þeim á landsliðsæfingu.
Jón Axel, landsliðsþjálfari kvenna, bauð hana velkomna til Íslands hvenær sem er og við myndum taka vel á móti henni og skipuleggja eitthvað sniðugt í gegnum tennissambandið sem hún tók vel í.
Vania, sem var í sama menntaskóla og átrúnaðargoðið hennar Billie Jean King, hefur unnið með WTA Charities allan sinn starfsferil og mun halda áfram að vinna að góðgerðarmálum, svo og í “leikgleði keppenda”, sem hún sagði að hjálpaði sér mikið með andlega heilsu á keppnisferli hennar. Hún var einnig tilnefnd til starfa í landsstjórn USTA.