Reykjavíkur Meistaramót í tennis hefst í dag kl. 16 á tennisvöllum Víkings í Fossvogi.
Þetta er keppni milli fjögurra tennisdeilda í Reykjavík – Fjölnis, Hafna- og Mjúkboltafélagsins, Víkings og Þróttar, og fjórða árið sem keppni er haldin.
Keppnin er tvískipt – fyrri vikuna, 10.-16. maí, verður keppt í einliðaleik, tvíliðaleiks og tvenndarleiks keppni og eru 75 keppendur skráðir til leiks. Seinni vikuna verður liðakeppni haldin, frá 24.-30. maí. Liðakeppni er samansett af þremur leikjum, einn tvíliðaleikur og tveir einliðaleiks leikir og keppt í meistaraflokki, barna- og unglingaflokkum og öðlingaflokkum, samtals ellefu flokkar í heild.
Skráning í liðakeppni er opin til 20. maí – http://tennis.is/reykjavikur-meistaramot-2021/
Mótskrá fyrir keppni núna í vikunni er hægt að finna hér – https://www.tournamentsoftware.com/sport/draws.aspx?id=79BEBB0B-7288-4C03-85C1-F1E043920E66
Úrslitaleikir í meistaraflokki einliða karla og kvenna verður á laugardaginn, 15. maí kl. 14.