Tómas Andri Ólafsson vann Luxilon ITN mótið sem lauk í gær. Í öðru sæti var Eliot Robertet og þriðja sæti Dağlar Tanrıkulu. Tómas vann Eliot 9-4 og Daglar vann Ólafur Páll Einarsson líka 9-4.
Í B-úrslitakeppninni vann Bryndís Roxana Solomon á móti Karólínu Thoroddsen 9-3.
Á myndinni, frá vinstri – Tómas, Eliot, Daglar og Bryndís
Tuttugu keppendur voru skráðir til leiks, yngsti keppandi 10 ára og sá elsti 47 ára. Mótið hófst í byrjun mars og fylgdu keppendur öllum tilheyrandi sóttvarnareglum til tennis iðkun hérlendis, meðal annars með sínu eigin sérmerktu tennisboltum.
Úrslit mótsins má finna hér –https://www.