US Open er eitt stærsta tennismót heims og þessa helgi verður mikið um dýrðir þegar við samgleðjumst og höldum sérstakt mót því til heiðurs dagana 11.-13. september. Tennishöllin í samvinnu við Tennissamband Íslands stendur fyrir mótinu sem verður haldið í Tennishöllinni Kópavogi þar sem nýlega hefur verið bætt við tveimur tennisvöllum og öll aðstaða frábær til að fylgjast með og njóta.
Vegleg opnunarhátíð fyrir mótið verður haldin 11. september klukkan 18:30 þar sem sendiherra Bandaríkjanna, Jeffrey Ross Gunter, opnar mótið. Einnig verða verðlaunagripir í boði fyrir efstu sætin og peningaverðlaun fyrir efstu sæti í einliðaleik.
Við setjum nú fullan kraft í að koma Íslandi á kortið í tennisheiminum. Ísland er með marga unga og efnilega tennisspilara sem gætu klifið upp ATP heimslistann.
Tennis er ein elsta íþrótt í heimi, og framtíðarsýn okkar er að koma henni á sama stig og aðrar vinsælar íþróttir landsins svo sem fótbolta og handbolta.
Lokamarkmiðið er að halda Iceland Open alþjóðlegt mót með heimsklassa tennisspilurum í framtíðinni og gera það að árlegum viðburði. Slíkir viðburðir geta rennt stoðum undir ferðaþjónustu og efnahag landsins. Þar að auki þarf að leggja áherslu á að þjálfa unga og efnilega tennisspilara, fjárfesta í menntun og námsstyrkjum auk þess að leiðbeina yngri kynslóðinni að heilbrigðum lífstíl og afrekum.
Með auknum fjölda tennisfélaga landsins sjáum við að aukin þörf er á tennisvöllum í landinu til þess að anna eftirspurn.
Tennissamband Íslands bindur vonir við að ríkistjórnin og menntamálaráðuneytið, í samvinnu við Alþjóða Tennissambandið (ITF) og Evrópska Tennissambandið (TE) muni aðstoða okkur við að ná þessum markmiðum.
Keppt verður í eftirfarandi flokkum:
- Einliðaleikur Supertiebreak / 11. September eða 12. september 18:30 – 22:30
Keppt verður einungis í svokölluðum “Super tiebreak” og er þátttakendum skipt í flokka eftir styrkleika. Allir þátttakendur fá að lágmarki 5 leiki. Einungis 36 þátttakendur geta skráð sig í þennan flokk og komast þeir að sem eru efstir á ITN listanum eða eru metnir í topp 36 á listanum ef þeir eru ekki nú þegar á honum. - Tvíliðaleikur kvenna 35+ / 12. september 07:30 – 09:30
Keppt verður í tvíliðaleik þar sem hver umferð er spiluð með nýjum meðspilara. Boðið verður upp á morgunmat á meðan úrslitaleikur kvenna á US Open 2020 fer fram og verður sýndur í Tennishöllinni! Einungis konur 35 ára eða eldri geta skráð sig í þennan flokk. Hámark 40 þátttakendur! - Tvenndar- og tvíliðaleikur / 13. september 07:30 – 09:30
Keppt verður í tvenndar- og tvíliðaleik og getur hver sem er tekið þátt. Morgunmatur verður í boði á meðan úrslitaleikur karla á US Open 2020 fer fram og verður í sjónvarpinu í Tennishöllinni. Hámark 40 þátttakendur!
Við hlökkum til að sjá sem flesta og lofum frábærum tennis hjá okkar bestu tennisspilurum!
Skráning:
http://www.tennishollin.is/202