Anna Soffía Grönholm úr Tennisfélagi Kópavogs og Raj K. Bonifacius úr tennisdeild Víkings sigruðu í meistaraflokki á stórmóti Tennissambands Íslands sem fram fór á nýju tennisvöllunum í Tennishöllinni í Kópavogi í gær. Alls voru 75 keppendur á mótinu. Hér fyrir neðan eru lokaúrslit mótsins.
Úrslit í kvennaflokki:
1.sæti Anna Soffía Grönholm, Tennisfélag Kópavogs
2.sæti Patrícia Husáková, Tennisfélag Kópavogs
3.sæti Hanna Álfheiður Gunnarsdóttir, Tennisfélag Kópavogs
Úrslit í karlaflokki:
1.sæti Raj K. Bonifacius, Víkingi
2.sæti Erik Larsson, Hafna- og Mjúkboltafélag Reykjavíkur
Nánari úrslit úr flokkum mótsins má sjá með því að smella á tenglana hér að neðan.
Sigurvegarar í mini-tennis voru Charlotte Jung (eldri) og Bryndís Roxana Solomon (yngri).