Dómaranámskeið I – samantekt

Hér er samantekt frá fyrsta dómaranámskeiði ársins sem lauk um þar síðustu helgi  uppi í Tennishöll.  Þátttökendur voru Aleksandar Stojanovic,  Elena María Biasone, Fjóla Gerður Gunnarsdóttir, Guðrún Emelía Jónsdóttir,  Mikael Kumar Bonifacius og Nitinkumar Rangrao Kalugade.

Hópurinn var fjölbreyttur – fimm U15 tennisspilarar  og eitt tennisforeldri.   Námskeiðið var haldið bæði í Íþróttamiðstöðunni í Laugardal (bóklegt), Tennishöllin (verklegt) og fengu allir sína eigin dómaramöppu með tveimur skorkortum, línudómara leiðbeiningum, dómarahandbók og reglubók sem var send til okkur frá ITF fyrir tveimur vikum.

Fyrsta daginn fórum við yfir hlutverk dómara og tegund þeirra,  tennisvalla mælingar,  reglurnar í tengslum við uppgjöf og hvernig stig eru talin.  Hindranir, leiðréttingar, talning og tækni sem þarf til að vera góður línudómari.  Við skoðuðum nokkur myndbönd frá ITF varðandi ýmis atvik í tenniskeppni.  Þátttakendur fengu svo æfingu í að fylla út skorkort dómara.

Annan daginn var skoðað myndbandsefni um tennis reglurnar og ákvarðarnir stóldómarans.   Stóldómarar bera ábyrgð fyrir ákveðnum þáttum tennisleiksins en svo hefur yfirdómari mótsins líka ábyrgð sem bæði  leikmenn og dómarinn geta leitað til þegar það kemur að tennis lögum.    Við náðum að fara yfir hegðunarreglurnar, stundvísi reglur TSÍ og tímatöku, ávarp stóldómara til leikmanna og aðstaðenda, hjólastóltennis og hvað á að gera til að leiðrétta mistök,  hvernig einliðaleiks netstangir eru notað og munurinn á einliða og tvíliða.   Svo horfðum við á þrjú stutt myndbönd með ATP / ITF / WTA stóldómarar.

Þriðji dagurinn var verklegur og haldinn uppi tennishöllinni.  Fyrst var farið yfir staðsetningar línudómara og hvernig það virkar að aðstoða stóldómarann þegar 1, 2, 3 eða 4 línudómarar eru að vinna saman.   Boltavél var notað til að láta þá dæma boltar sem fara mjög hratt nálægt línunni.  Í síðasta hluta námskeiðsins fengu allir tækifæri til að dæma sem stóldómari og fylla út skorkort á meðan.

Þetta var mjög góður hópur sem tók góðan þátt í Stórmótinu núna – fjögur þeirra að keppa og fylgjast með mótinu  og tvö þeirra dæmdu leiki sem stóldómarar.

Kveðja, Raj