2. Stórmót TSÍ 2018: Úrslit og myndir

Öðru stórmóti TSÍ lauk 28. október 2018.

Í meistaraflokki kvenna vann Anna Soffía Grönholm á móti Sofíu Sóley Jónasdóttir, 7-6 (3), 6-2.   Leikurinn var hnífjafn í fyrsta setti en eftir rúmlega klukkutíma baráttu náði Anna Soffía að taka fyrsta settið í oddalotu 7-3.    Þær skiptust svo á að vinna næstu fjórar lotur í öðru setti áður en Anna Soffía tók forystu og vann síðasta fjórar lotur og settið, 6-2.

Í karla flokki vann Raj K. Bonifacius á móti Björgvin Atla Júlíussyni 6-0, 6-2.   Raj vann fyrstu sjö lotur þegar Björgvin kom sér á strik og vann sína uppgjafalotu og jafnaði seinni settið 1-1 í lotum.  Leikurinn var mun jafnari í seinna settinu og endaði 6-2.

Anna Soffía og Raj leiða stigalista TSÍ þegar tvö mót eru eftir á árinu á mótaröðinni.

 

Úrslit í kvenna­flokki:

1.sæti  Anna Soffía Grönholm, TFK

2.sæti  Sofía Sóley Jónasdóttir TFK

3.sæti  Selma Dagmar Óskarsdóttir, TFK

 

Úrslit í karlaflokki:

1.sæti  Raj K. Bonifacius, Víkingi

2.sæti  Björgvin Atli Júlíusson, Víkingi

3.sæti  Brynjar Sanne Engilbertsson, BH, Ólafur Páll Einarsson, Víkingi og Ömer Daglar Tanrikulu, HMR

Hér eru tenglar og úrslit frá 2.Stórmótinu, myndir í viðhengi –

ITN Meistaraflokk – http://www.tournamentsoftware.com/sport/event.aspx?id=A152154D-DB9B-4030-AE54-05228B849409&event=75

Sigurvegarar í Mini Tennis – Sara Lind Ólafsdóttir (eldri) og  Daniel Pozo (yngri)

Alls voru 83 keppendur á mótinu