Dómaranámskeiði tvö í tennis lauk í dag í Íþróttamiðstöðinni í Laugardal. Þátttakendur voru Ingibjörg Anna Hjartardóttir, Karl Orri Brekason, Rán Christer og Tómas Andri Ólafsson. Námsefnið var 1. stigs dómaranámskeið og kennt samkvæmt kennsluáætlun alþjóða tennissambandsins. Í síðusta viku vorum við með fimm einstaklinga sem tóku námskeiðið og núna eigum við samtals níu nýja dómara.
Fyrsta dómara verkefnið verður dómgæsla á Stórmóti Víkings sem hefst mánudaginn, 25. júní á Víkingsvöllum.