Ísland hefur keppni á Davis Cup

“Strákarnir okkar” hófu keppni á Davis Cup í dag 4. apríl 2018 og spiluðu fyrsta leikinn við fyrrum júgóslavneska lýðveldið Makedóníu.

Eftir mikla baráttu náðu Anton Magnússon og Egill Sigurðsson að sigra í tvíliðaleik á móti Gjorkji Janukulovski og Stefan Micov 76 64.

Egill Sigurðsson tapaði einliðaleik á móti Gorazd Srbljak 06 26 og Birkir Gunnarsson náði aðeins fleiri stigum í tapleik sínum á móti Dimitar Grabul 26 36.

Ísland leikur í grúppu III sem samanstendur af tveimur svæðum. Ísland spilar í riðli svæðis A með Albaníu, Andorra, Búlgaríu, Kýpur, fyrrum júgóslavneska lýðveldinu Makedóníu, Mónakó og San Marínó.

Sjá nánari úrslit leikja hér:

https://www.daviscup.com/en/teams/team.aspx?id=ISL