Innanhúss tennisvellir í Reykjavík

Við hjá Hafna- og Mjúkboltafélagi Reykjavíkur (HMR)  erum með erindi til borgaryfirvalda um að hjálpa félaginu að koma upp innanhús- og félags aðstöðu fyrir fánafótbolta-, hafnabolta-, mjúkbolta- og tennis íþróttir í Reykjavík.   Sérstaklega vegna vaxandi áhuga fyrir tennisíþróttinni á öllum stigum hjá félaginu – frá yngstu byrjendum til metnaðarfullra atvinnumanna, viljum við axla þessa ábyrgð og koma upp innanhúss tennisaðstöðu sem nýtist hinum íþróttum félagsins um leið.
HMR hefur verið með tennisdeild í þrjú ár og með 125  iðkendur, nokkra Íslandsmeistaratitla og tennismann ársins 2015 & 2016. Við erum líka með framtíðaráætlun – sjá að neðan, sem styður við uppbyggingu tennisspilara sem er í takt við Alþjóðatennissambandið.  Við gerum líka ráð fyrir uppbyggingu fánafótbolta, hafnabolta og mjúkbolta – allt íþróttir þar sem hefur vantað innanhússaðstaða frá stofnun félagsins, fyrir tiu árum.   Þar sem þessar íþróttir eru á frumstigi í þróun,  sjáum við tækifæri í gegnum öflugt grasrótastarf að gera þetta að heilsársíþróttum.  Við gerum ráð fyrir að vera með tíma til útleigu sem mun gera félaginu kleift til að styðja við svona grasrótastarfsemi, vera með öflugri barna- og unglingastarfsemi, betra mótahöld, félagakeppni og nauðsynlegan stuðning til afreksfólks.
Borgarstjórin Reykjavíkur fær listann afhentan í 2018.
Undirskriftasöfnunin er í nafni íbúa Reykjavíkur, foreldra, iðkenda  og stuðningsmanna HMR. Gert er ráð fyrir að þeir sem skrifi undir séu orðnir 18 ára.