Hafna- og Mjúkboltafélag Reykjavíkur – Tennismaður ársins 2017

Hafna- og Mjúkboltafélag Reykjavíkur hefur valið Rafn Kumar Bonifacius sem tennismann ársins 2017.

Rafn Kumar var ósigraður í ár á mótaröð Tennissambandsins, þriðja árið í röð. Á núverandi keppnistímabil vann hann Meistaramót TSÍ s.l. desember á móti Vladimir Ristic (TFK), Íslandsmót Utanhúss í ágúst á móti Birkir Gunnarsson (TFK) og Stórmót Víkings á móti faðir hans, Raj K. Bonifacius (Víking).

Hann keppti fyrir Birkerod tennisklúbb í Danmörk í vor á meðan hann stundaði nám við Lýðháskólan í Árhús. Birkerod keppir í efstu deild í Danmörku og spilaði hann nr. 1-2 í einliða og tvíliðaleik. Hann var meðlimur karlalandsliðsins sem tók þátt í Davis Cup í Sozopolo, Búlgaríu í apríl þegar liðið vann frækin sigur á móti Moldóvíu, nr. 62 á heimslistanum þá. Rafn Kumar vann þar þrjá einliðaleiki og tapaði einum. Hann keppti einnig fyrir Íslands hönd á Smáþjóðaleikunum 2017 í San Marino og var æfingafélagi Danska karlalandsliðsins fyrir undirbúning Davis Cup leiks þeirra á móti Marokkó s.l. febrúar.

Rafn Kumar mun næst taka þátt í Meistaramót TSÍ n.k. 27.-30. desember.