Til hamingju Rut Steinsen, 2017 ITF Icelandic Open Senior Champion!
Rut vann Hönnu Jónu Skúladóttur í úrslitaleik kvenna í gærkvöldi, 6-2, 6-4. Leikurinn var frekar jafn og spennandi – í fyrsta setti fóru sex (af átta) lotur í framlengingu (“jafna”), og vann Rut fjórar þeirra. Í seinni settinu leiddi Rut 5-1 en svo kom Hanna Jóna til baka og vann þrjár lotur í röð áður en Rut vann sína uppgjafa lotu og með því leikinn. Í þriðja sæti var Jennifer Kricker.
Þetta er í fyrsta sinn sem Íslendingur sigrar ITF (“International Tennis Federation”) kvenna mót!
Á sunnudaginn, 18. júní 2017 kl. 11:00, verður úrslitaleikur karla milli Paul Copley og Teits Marshall