Afreksstyrkur TSÍ til verkefna á eigin vegum

Samkvæmt fjárhagsáætlun TSÍ 2016 sem var samþykkt á Ársþingi sambandsins, hefur kostnaðarliðurinn um afreksmál og styrki verið hækkaður upp í kr. 600.000. Þar af eru kr. 300.000 sem verða notaðar fyrir afreksverkefni á vegum TSÍ eins og gert hefur verið síðastliðin ár. Nýjungin í ár er að öðrum kr. 300.000 hefur verið bætt inn í sjóðinn til að styrkja afreksspilara sem stefna á verkefni á eigin vegum árið 2016.

Umsókn um styrk vegna afreksverkefna á eigin vegum skal skilað til formanns Tennissambands Íslands á netfangið asta@tennissamband.is. Skilafrestur er til 30. júní 2016

Umsóknin skal eigi vera lengri en ein blaðsíða og innihalda eftirfarandi upplýsingar:

  • Nafn, kennitala, símanúmer og heimilisfang umsækjanda
  • Banka upplýsingar
  • Upplýsingar um mót sem umsækjandi hyggst taka þátt í

o   Nafn móts og styrkleiki þess

o   Staðsetning

o   Tímasetning

o   Kostnaður

  • Aðrar upplýsingar sem umsækjandi vill taka fram
  • Upphæð styrks sem sótt er um

Úrvinnsla umsókna verður unnin af stjórnarmönnum TSÍ og styrkir greiddir út í Júlí.

Gleðilegt tennissumar!